Hlutabréfaverð í Google hefur hækkað um 10% eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréf Google hafa ekki hækkað svo mikið á einum degi síðan árið 2008.

Félagið tilkynnti í dag um aukna sölu og tekjur á þriðja ársfjórðungi sem voru meiri en greiningaraðilar áttu von á.

Tekjur félagsins jukust um 32% og námu 2.17 milljörðum bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi.

Tekjur félagsins eru að miklu leyti af auglýsingum á netinu en bandarískir auglýsendur eyddu 6,15 milljörðum dala í auglýsingar á netinu á þriðja ársfjórðungi. Það er aukning um 11,8% frá sama ársfjórðungi 2009, að því er segir í frétt Bloomberg um málið.