Hlutabréfavísitölur hafa lækkað í Evrópu í morgun. Þar af lækkuðu hlutabréf mest í þýsku kauphöllinni eða um 6% strax við opnun. Miklar vonir höfðu verið bundnar við fund Angelu Merkel og Nicolas Sarkosy í gær en fundurinn stóð ekki undir væntingum. Sarkozy og Merkel ákváðu einungis að leggja til að skipuð verði sameiginleg stjórn efnahagsmála fyrir evrusvæðið fyrir tvö og hálft ár í senn.