Bandarískur hlutabréfamarkaður hefur verið á fleygiferð upp á síðkastið og hlutabréfavísitölur rokið sumar hverjar í hæstu hæstir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan er ein þeirra en hún komst í hæstu hæðir í síðustu viku og hefur haldið áfram að hækka. Vísitalan stóð við lokun markaða í gærkvöld að íslenskum tíma. Hún hefur hækkað um 0,07% það sem af er degi og stendur vísitalan í 14.456 stigum.

AP-fréttastofan segir útlit fyrir að fleiri hlutabréfavísitölur séu að leita á svipaðar slóðir og bendir á að bara 10 stig vanti upp á að S&P 500-hlutabréfavísitalan nái hæstum hæðum.