Eigendur Deplar Farm lúxushótelsins í Fljótunum á Tröllaskaga juku hlutafé rekstrarfélagsins Green Highlander um 2,75 milljarða króna í fyrra, m.a. með umbreytingu á láni frá móðurfélaginu. Alan Russel Pike er skráður endanlegur eigandi félagsins, samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins.

Eigið fé Green Highlander nam 705 milljónum króna í árslok 2021 en ári áður var það neikvætt um 2 milljarða króna. Eignir félagsins jukust úr 350 milljónum í 1,4 milljarða á milli ára.

Deplar hótel, sem var opnað í apríl 2016, er rekið af ferðaþjónustufyrirtækinu Eleven Experience sem rekur m.a. lúxus gististaði í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Chile og í Klettafjöllunum í Colorado í Bandaríkjunum. Félagið heldur einnig úti lúxusferðaþjónustu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði