*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Sjónvarp 4. júní 2014 20:32

Hlutafjár aflað með hópfjármögnun

Bandaríkjamaðurinn Sherwood Neiss er meðal þriggja sem komu að lagafrumvarpi sem varðar veg hópfjármögnunar þar á landi.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Hópfjármögnun er fjárfestingarleið sem er mörgum Íslendingum kunn í gegnum vefsíður á borð við Kickstarter og hina íslensku Karólína fund. Minna hefur hins vegar borið á hópfjármögnun sem leið fyrir almenning til að fjárfesta og gerast hluthafar í fyrirtækjum. Frumkvöðullinn Sherwood Neiss er formaður Crowdfund Capital Advisors og einn þriggja sem komu að gerð bandarísks lagafrumvarps sem gerir einmitt þetta kleift en hann hélt fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í dag um möguleika hópfjármögnunar.

Mismunandi leiðir hópfjármögnunar

Neiss segir fjórar mismunandi leiðir vera til hópfjármögnunar. Fyrst má telja hópfjármögnun í gegnum síður eins og Kickstarter til að fjármagna frumgerð vöru eða þjónustu í skiptum fyrir prufuútgáfur eða önnur fríðindi. Þvínæst má telja hópfjármögnun fyrir listtengd verkefni eða góðgerðastarfsemi en það er ein elsta tegund hópfjármögnunar að sögn Neiss.

Nýjar leiðir til eru aftur á móti hluta- og skuldabréfaútgáfa í fyrirtækjum í gegnum hópfjármögnun á netinu (e. debt and equity based crowdfunding). Með slíkum aðferðum er hægt að afla fé frá hverjum sem er til að fjármagna fyrirtæki. Skilyrði fyrir slíkar leiðir hópfjármögnunar eru að batna um allan heim en Neiss segir möguleikana vera mjög mikla á þessu sviði.

VB Sjónvarp ræddi við Neiss.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Sigurbjörn er innheimtumaður í heimsklassa
 • Aflabrestur í loðnu skaðar olíufélögin
 • Íslendingar greiða 1,8 milljarða fyrir læknisaðstoð í útlöndum
 • Byggja 460 milljóna króna hótel 
 • Ríkið greiðir 25 milljarða inn á erlendu lánin
 • Ekki líkur á mörgum nýskráningum á markað
 • Tekjuskattur hér lægri en í öðrum OECD-ríkjum
 • Borgin bíður eftir samþykki ESA
 • Bandaríkjamenn vilja ekki erlenda banka
 • 25 ár liðin frá fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar
 • Allt um kísilvæðinguna á Íslandi
 • Maður þarf kjark til að afnema gjaldeyrishöft, segir Bjarni Benediktsson í ítarlegu viðtali
 • Hægt er að finna ýmis konar góðgæti í náttúrunni
 • Viðskiptablaðið fór á tímaflakk í Suðurgötu 7 á Árbæjarsafni
 • Nærmynd af Ívari Kristjánssyni, nýjum framkvæmdastjóra ATMO
 • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um sorglegustu borgarstjórnarkosningarnar í manna minnum 
 • Óðinn skrifar um ársfund FME og nýtt eignarhald á bönkunum
 • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira