Hlutafé Marel Food Systems var hækkað í dag. Með hlutafjárhækkuninni er verið að efna kaupréttarsamninga, sem gerðir voru við starfsmenn árið 2001 á genginu 42, að því er fram kemur í tilkynnigu til Kauphallarinnar. Þar með hækkar hlutafé Marel Food Systems úr 370.780.732 krónur á hlut í 373.985.697 krónur á hlut.

Markaðsgengi Marels var 92,5 krónur á hlut fyrir opnun markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á stjórnarfundi Marel Food Systems hf , sem haldinn var þann 10. ágúst 2007 var samþykkt að nýta heimild í grein 15.1. í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé um 3.204.965 kr að nafnvirði.