Almennt hlutafjárútboð Icelandair Group á 500 til 1.059 milljónum nýrra hluta í félaginu hefst á morgun og lýkur fimmtudaginn 23. desember. Stjórn félagsins tilkynnti um útboðið þann 17. nóvember sl.

Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að engir nýir hlutir verði boðnir til kaups ef tilboð í færri en 500 milljónir hluta berast.

„Stjórn félagsins hefur nú gengið frá skilmálum útboðsins. Útboðsgengið verður

2,5 kr. á hvern Nýjan hlut. Einungis er hægt að greiða fyrir Nýja hluti með reiðufé í íslenskum krónum. Allir Nýir hlutir eru í sama flokki. Hlutirnir gefa

allir sömu réttindi og eru sambærilegir við eldri hluti að öllu leyti,“ segir í tilkynningu.

Tilkynning Icelandair Group .