Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins nú eftir hádegi að hann teldi að Íslendingar ættu að setja sér markmið sem skila enn meiri árangri en kemur fram í könnuninni SA, meðal annars um hlutfall háskólamenntaðra Íslendinga.

"Við höfum náð miklum árangri síðustu tíu ár og náð að hækka hlutfallið úr 21% í 31%. Ég tel að við eigum að setja okkur það markmið að vera fremur á bilinu 50-60% en 40-50% eins og niðurstaða könnunarinnar sýnir," sagði forsætisráðherra.

- Og forsætisráðherra talaði einnig um jafnréttismál í lokaorðum sínum. "Við eigum líka að setja okkur það metnaðarfulla og sjálfsagða markmið að hlutfallslega jafnmargar konur verði í forystustörfum í atvinnulífinu og karlar og það miklu fyrr en árið 2050," sagði forsætisráðherra.