Fyrirtæki sem eru með hlutabréf sín skráð í Kauphöllina greiða hluthöfum út samtals 8,6 milljarða króna í arð á næstunni. Fram kemur í fréttaskýringu um málið í Morgunblaðinu í dag að ekki sé útilokað að arðgreiðslan eigi eftir að hækka þar sem Hagar eigi eftir að birta ársuppgjör og upplýsa um það hvernig hagnaði ársins verði ráðstafað. Í fyrra greiddu Hagar tæpar 600 milljónir króna í arð.

Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS ráðgjöf, segir í samtali við blaðið að markaðurinn hafi kallað eftir arðgreiðslum frá fyrirtækjum sem sjái ekki fram á að geta vaxið.