Nú líður að fyrsta skóladegi og standa foreldrar og börn því í tilheyrandi skólabókakaupum. Það hefur orðið töluverð breyting hjá bóksölum á síðustu árum og hafa stærri verslunarkeðjur að miklu leyti yfirtekið markaðinn.

Jón Stefán Karlsson er þó ekki á því að tíð kaupmannsins á horninu sé liðin undir lok og hefur átt og rekið bókabúðina Úlfarsfell síðan árið 1997. VB sjónvarp leit við hjá Jóni og spjallaði við hann um reksturinn.