Greiningardeild Kaupþings hefur sent frá sér nýtt verðmat á Icelandic Group. Hún verðmetur félagið á 6,3 krónur á hlut og tólfmánaða markgengi á 7,1 krónur á hlut. Markaðsverð félagsins við útgáfu verðmats var 6,8 krónur á hvern hlut og er ráðgjöfin því ?hlutlaust? (Neutral).

?Icelandic Group hefur gengið í gegnum miklar umbreytingar síðastliðin tvö ár með það að markmiði að skerpa á áherslum í rekstrinum. Þessar aðgerðir hafa verið mjög kostnaðarsamar sem og tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi. Samkvæmt stjórnendum félagsins eru stærstu breytingarnar á félaginu nú yfirstaðnar. Við skoðun á Icelandic Group kemur í ljós að félagið er mjög skuldsett og er það ljóst að félagið þarf að halda áfram aðgerðum til að lækka skuldabyrði sína,? segir greiningardeildin.