*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 12. mars 2021 08:53

Hlutur Taconic kominn undir 10%

Gildi lífeyrissjóður er orðinn stærsti hluthafi Arion en Taconic Capital hefur nú selt um 15% í bankanum frá síðasta sumri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutur Bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital í Arion banka er kominn niður í 9,56%, en þetta kemur fram í flöggunartilkynningu. Eftir söluna er Gildi lífeyrissjóður orðinn stærsti hluthafi Arion. 

Samkvæmt tilkynningunni seldi Taconic 20 milljónir hluti á miðvikudaginn síðasta. Sé miðað við lokagengi Arion þann dag nam salan ríflega 2,4 milljörðum króna. Fyrir rúmri viku síðan greindi Viðskiptablaðið frá því að Taconic væri búið að selja hlutabréf Arion fyrir rúmlega 21,5 milljarða króna í ár. Eftir söluna á miðvikudaginn hefur sjóðurinn því selt í Arion fyrir tæplega 24 milljarða króna í ár. 

Taconic átti nærri fjórðungshlut í bankanum síðasta sumar og hefur því selt um 15% hlut síðan þá. Vogunarsjóðurinn Sculptor Capital Management, áður Och-Ziff Captial, seldi nýlega allan hlut sinn í Arion en hann var næst stærsti hluthafi Arion með liðlega 10% hlut í lok september síðastliðnum.