*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 30. mars 2015 14:36

Hnotskurn lýst gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Hnotskurn ehf. skuli tekið til gjaldþrotaskipta.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að þrotabú Hnotskurnar ehf. skuli tekið til gjaldþrotaskipta, en þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var í eigu Katrínar Pétursdóttur, forstjóra Lýsis, og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar þar til Glitnir tók það yfir í kjölfar hrunsins.

Það lenti í vandræðum við fall bankanna þar sem það átti mikið af hlutabréfum í FL Group, en félagið fékk lán frá Glitni til kaupanna. Katrín var stjórnarmaður í Glitni á þessum tíma.

Stikkorð: FL Group Hnotskurn