Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að þrotabú Hnotskurnar ehf. skuli tekið til gjaldþrotaskipta, en þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var í eigu Katrínar Pétursdóttur, forstjóra Lýsis, og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar þar til Glitnir tók það yfir í kjölfar hrunsins.

Það lenti í vandræðum við fall bankanna þar sem það átti mikið af hlutabréfum í FL Group, en félagið fékk lán frá Glitni til kaupanna. Katrín var stjórnarmaður í Glitni á þessum tíma.