Mál Höfðatorgs, háhýsis við Borgartún sem Eykt byggði, gegn þrotabúi Sparisjóðabankans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. apríl nk. Að sögn Erlends Gíslasonar hrl., lögmanns Höfðatorgs, snýst málið um bótakröfu Höfðatorgs á hendur Sparisjóðabankanum fyrir að hafa gengið út úr leigusamningi upp á þrjár heilar hæðir í háhýsinu.

Þá er einnig tekist á um rétthæð kröfunnar í slitameðferð Sparisjóðabankans.