Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,09% í dag og endaði í 1.889,62 stigum. Gengi bréfa Eikar hækkaði um 2,15%, VÍS um 1,61% og Regins um 0,96%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Nýherja um 2,31%, Símans um 1,55% og Fjarskipta um 0,85%.

Velta á hlutabréfamarkaði var 2.854,4 milljónir króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Icelandair Group, eða 912,2 milljónir króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,01% í 2.516 milljóna króna viðskiptum. Þar af hækkaði óverðtryggði hluti vísitölunnar um 0,06%, en verðtryggði hluti hennar lækkaði um 0,02%. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,03% í 363 milljóna króna viðskiptum.