Félag Viðskipta- og hagfræðinga hélt hádegisverðarfund um gjaldeyrishöftin á dögunum. Spurt var hvort þau séu komin til að vera.

Þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Davíð Stefánsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka, Helgi Hjörvar þingmaður og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur héldu erindi um málið.

Yngvi Örn benti á reynslu annarra þjóða og að meðallíftími gjaldeyrishafta sé yfir tíu ár. Um nýgerðar breytingar á lögum um gjaldeyrismál sagði hann að við þær muni forði aflandskróna hækka, meðal annars vegna þess að skilaskylda þrotabúa föllnu bankanna á gjaldeyri muni stækka stabbann. Davíð Stefánsson sagði það niðurstöðu sína að höftin séu komin til að vera, að minnsta kosti ef haldið verði áfram á sömu braut.

Hann sagði ekki hægt að líta svo á að lausnin felist í því að aflandskrónueigendur bindi fé sitt hérlendis til lengri tíma, þar sem um stórar fjárhæðir sé að ræða og farvegur til fjárfestinga sé takmarkaður. Arnór Sighvatsson nefndi að honum þyki umræðan um höftin oft einkennast af höftum. Margir tali á þann hátt að ómögulegt sé að afnema þau. Að hans mati taki það ekki nokkra mánuði, líkt og tillögur ýmissa ganga út á, en þau verði heldur ekki að eilífu. Sem svar við spurningu fundarstjóra sagði hann að það verði engin höft árið 2020.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)

Pétur Guðmarsson frá Arion banka og Arnór Gunnarsson frá Stefni, sjóðastýringarfélagi í eigu Arion banka.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Ummæli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra um erlenda fjárfesta „með þann sérkennilega smekk að vilja eiga íslenskan banka“ vöktu kátínu hjá gestum.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Yngvi Örn Kristinsson sagði meðallíftíma gjaldeyrishafta yfir tíu ár.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Þingmaðurinn Helgi Hjörvar var einn frummælenda á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga .

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Davíð Stefánsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, var einn frummælenda. Hann sagði gjaldeyrishöftin komin til að vera, verði haldið áfram á sömu braut afnáms þeirra.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Bóksölu stúdenta, og Lúðvík Elíasson hagfræðingur, voru á meðal gesta fundarins. Þeir snæddu kjúklingabringur á meðan þeir hlýddu á ræðumenn svara þeirri spurningu hvort höftin séu komin til að vera.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogs og fyrrverandi formaður Blaðamannafélagsins, stýrði fundinum.

FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
FVH - Fundur á Grand Hótel 22.03.2012
© BIG (VB MYND/BIG)
Eins og sjá má fylgdust gestir einbeittir með fundinum.