Frumvarp um frekari breytingar á gjaldeyrishöftunum verður lagt fram á Alþingi öðrum hvorum megin við páskana. Að sögn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns efnahags- og viðskiptanefndar, kemur það í ljós á allra næstu dögum hvenær frumvarpið verður lagt fram. Hann fundaði með efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í fyrradag um málið. Unnið er að lokaúrvinnslu þess innan ráðuneytisins í samráði við Seðlabanka Íslands.

Viðskiptablaðið greindi í síðustu viku frá áformum stjórnvalda um frekari breytingar á gjaldeyrislögum. Til stendur að rýmka ýmsar undanþágur, til að mynda framfærsluheimild og heimild til gjaldeyrisvið- skipta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.