Stjórnvöld geta gripið til vaxta- og skattalækkana til þess að stemma stigu við niðursveiflu í hagkerfum sínum.

Hinar miklu vaxtalækkanirbandaríska seðlabankan frá því í september hafa fyrst og fremst miðað við að afstýra kerfislægu hruni á fjármálamörkuðum en lánsfjárkreppan gerir það að verkum að þær hafa ekki aukið aðgengi neytenda að lánsfjármagni.

Í ljósi þessa hafa miklar vonir verið bundnar við að efnahagshvati stjórnvalda að andvirði 117 milljarða Bandaríkjadala muni duga til þess að koma í veg fyrir samdráttarskeið í hagkerfinu.

Vonin um að aðgerðin skili árangri byggist meðal annars á því að neysla Bandaríkjamanna stendur undir 2/3 af vergri landsframleiðslu.

En nú eru teikn á lofti um að skattaendurgreiðslan og hin skuldsetta neyslukló neyðist til þess að eyða henni við bensíndæluna eða við þá iðju að fylla ísskápinn.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .