Hollenska ríkistjórnin ætlar að selja hlut ríkisins í bankanum ABN Armo en ríkið yfirtók bankan í fjármálakrísunni árið 2008.

Ríkisstjórnin hefur sagt að hún ætli að selja allt að 23% í þessum mánuði en hún áætlar að fá um 4,3, milljarða evra fyrir hlutinn. Boðnir verða um 188 milljónir hluta á verðinu 16 til 20 evrur á hlut, en miðað við efra markið þá er heildarverðmæti bankans um 18,8 milljarðar evra. Gert er ráð fyrir að hlutirnir verði til sölu í kauphöllinni í Amsterdam þann 20. nóvember nk.

Þegar bankanum var bjargað árið 2008 þá kostaði það skattgreiðendur 21 milljarð evra auk þess að þúsundir urðu atvinnulausir. Salan á bankanum er liður í því að endurheimta hluta þeirra verðmæta.

Hagnaður bankans tvöfaldaðist á árunum 2013 til 2014, en hann var 752 milljónir evra árið 2013 og var 1,55 milljarður evra árið 2014.