Hollenski áhættufjárfestingasjóðurinn Velocity Capital  bættist formlega í hlutahafahóp tæknifyrirtækisins Meniga á föstudaginn. Um er að ræða umtalsverða og nýja fjárfestingu í Meniga. Hún bætist við þá 800 milljón króna fjárfestingu frá Kjölfestu og Frumtaki sem Meniga tilkynnti um í júní 2013. Fulltrúi Velocity, Hr. Allard Luchsinger mun setjast í stjórn Meniga í kjölfarið. Fjárfestinging er hugsuð svipuð og fjárfestingin síðastliðið sumar – þ.e. til að styðja við áframhaldandi öran vöxt og auka fjárfestingu í vöru- og viðskiptaþróun.

Fjárfestingasjóðurinn Velocity Capital ( http://velocitycapital-pe.com/ ) sérhæfir sig m.a. í fjárfestingum í fyrirtækjum sem framleiða fjármálahugbúnað (Fintech). Velocity er í eigu Willem Willemstein sem er einn af ríkustu mönnum í Hollandi.

Meniga telur aðkomu Velocity mjög jákvæða fyrir Meniga af ýmsum ástæðum:

  • Meniga fær aðgang að mjög sérhæfðri þekkingu og tengslaneti á sínu sviði
  • Meniga sér hugsanlega samstarfsfleti við önnur félög í eigu Velocity
  • Aðkoma sérhæfðs erlends fjárfestingasjóðs staðfestir verðmæti og möguleika Meniga í augum erlendra aðila.

Einnig fjárfesti svissneskt félag: Crealogix AG nýlega í Meniga en fyrir lægri upphæð. Crealogix er samstarfsaðili Meniga í Sviss og Þýskalandi og hefur m.a. aðstoðað Meniga við innleiðingu hugbúnaðar Meniga í nokkrum tilfellum. Þessi fjárfesting var þó frekar lítil og miðaði helst að því að styrkja samstarf aðilanna.

Velocity og Crealogix eru þó ekki eins stórir hluthafar í Meniga og stofnendur, Frumtak og Kjölfesta og er því félagið ennþá að mestu leyti í íslenskri eigu.