Hömlur, sem er dótturfélag Landsbankans, hafa selt fullnustueignir fyrir tæpa tvo milljarða króna á þessu ári. Er þar átt við eignir sem bankinn leysti til sín með samningum eða uppboðum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þar kemur fram að árið 2011 hafi verðmæta þessara eigna Hamla verið 57,5 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Síðan þá hefur gengið á staflann og nema eignirnar nú 10,5 milljörðum króna.

„Góð sala hefur verið í eignum Hamla; í íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, lóðum undir íbúðir og atvinnuhúsnæði og jörðum. Verðmæti eigna í bílum og tækjum hefur lækkað jafnt og þétt. Rólegra hefur verið í sölu á sumarbústaðalóðum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, við Morgunblaðið.