Japanski bílaframleiðandinn Honda greindi frá því í dag að fyrirtækið neyðist til að innkalla um 2,1 milljón bíla á heimsvísu. Ástæðan er sú að að skipa þarf um skynjara í rafgeymum vegna eldhættu. Reuters greinir frá.

Samkvæmt talsmanni Honda mun fyrirtækið innkalla 1,15 milljónir Honda Accord bíla í Bandaríkjunum sem framleiddir voru á árunum 2013-2016. Auk þess verður ein milljón bíla innkallaðir annar staðar í heiminum til þess að skipta út 12 volta rafgeymaskynjaranum.

Fyrirtækið hefur sagt að því hafi borist fjórar tilkynningar í Bandaríkjunum auk einnar frá Kanada um tilvik þar sem eldur hafi blossað upp í vélarrými bíla. Áttu öll tilvikin það sameiginlegt að hafa komið upp á stöðum þar sem vegir eru saltaðir í miklu mæli yfir vetrartímann. Þrátt fyrir þessi tilvik hafa enginn slys orðið á fólki.