Skiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækisins 3-plus. Fyrirtækið hannaði og þróaði leiktækið DVD-Kids fyrir börn sem fólst í því að breyta DVD-spilurum í leiktæki og fyrir börn. Fyrirtækið bjó sömuleiðis til gagnvirka fræðsluleiki fyrir börn. Fyrirtækið hlaut ýmis verðlaun og gerði árið 2004 samning við bandaríska afþreyingarisann Disney um útgáfu á leikjum sem byggðust á persónum úr teiknimyndum Disney.

Fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2007.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum á félaginu lauk 11. júlí síðastliðinn. Lýstar kröfur námu rúmum 207 milljónum króna. Í umfjöllun VB.is í júní sagði að 12 milljónir króna væru til í þrotabúinu og fengu kröfuhafar því um 6% upp í kröfur sínar.