Moody‘s hefur birt skýrslu um almennar horfur á rekstri íslenskra orku- og veitufyrirtækja. Greinendur fyrirtækisins telja að horfur fyrir Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun séu góðar og að þróun íslenska hagkerfisins muni styrkja við fjárhag beggja fyrirtækja, þó OR meira en Landsvirkjunar.

Samkvæmt spá Moody‘s muni eftirspurn eftir rafmagni aukast um 3% á ári fram til 2018 og eftir heitu vatni um 1,5% á ári. Þá er þess getið að styrking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hafi jákvæð á stöðu skulda OR, sem að mestu eru í erlendri mynt.

Einnig er minnst á hækkunar meginvaxta (stýrivaxta) Seðlabanka Íslands en að hækkunin muni einungis hafa takmörkuð áhrif á skuldir fyrirtækjanna, þar sem skuldirnar séu að mestu í erlendri mynt. Að mati Moody's munu bæði fyriræki hagnast á hækkun verðbólgu, vegna einokunarstöðu og þar sem gjöld hækka almennt til samræmis við verðbólgu. Hækkun verðbólgu mun einnig hagnast OR meira en Landsvirkjun, þar sem hluti af tekjum Landsvirkjunar eru tengdar innlendri verðbólgu.

Skýrsla Moody's felur ekki í sér mat á lánshæfi fyrirtækjanna.