Höskuldur Þórhallsson hlaut örugga kosningu í annað sæti á lista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hann bauð sig fram til annars sæti eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var kjörinn til að leiða listann. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins þar sem sagið að kjöri Höskuldar í annað sætið hefði verið fagnað með standandi lófataki á kjördæmaþinginu á Mývatni.

Höskuldur fékk 67% atkvæða í annað sætið en Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri á Fáskrúðsfirði, fékk næstflest atkvæði í annað sætið.