Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), hefur óskað eftir lausn frá embætti frá og með 1. september n.k. og hefur fjármálaráðherra fallist á það. Höskuldur hefur verið forstjóri ÁTVR í tæplega 20 ár, eða frá 1. apríl 1986. Þar áður var hann ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu um 11 ára skeið. Þetta kemur fram í frétt frá ráðuneytinu.