Evrópski seðlabankinn hefur hótað því að loka fyrir aðgang banka á Kýpur á neyðarlánsfjármögnun þeirra á mánudag í næstu viku nema stjórnvöld á Kýpur samþykki skilyrði neyðarlána frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Bankar á Kýpur hafa reitt sig á fjármagn frá seðlabanka Kýpur síðan í fyrrasumar. Evrópski seðlabankinn þarf hins vegar að gefa græna ljósið fyrir veitingu lánanna.

Bloomberg-fréttaveitan greinir frá málinu og rifjar upp að þingmenn á Kýpur hafi í vikunni fellt tillögu fjármálaráðherra evruríkjanna um skatt á allar innstæðum í bönkum á eyjunni. Horft var til þess að skatturinn myndi skila 5,8 milljörðum evra, jafnvirði rúmum 930 milljörðum íslenskra króna.