*

mánudagur, 25. október 2021
Fólk 20. september 2021 08:41

Hótelstjóri Retreat tekur við Nordica

Helgi Vigfússon, hótelstjóri The Retreat til síðustu fimm ára, hefur verið ráðinn hótelstjóri Hilton Reykjavík Nordica.

Ritstjórn
Hilton Reykjavík Nordica.
Haraldur Guðjónsson

Helgi Vigfússon hefur verið ráðinn hótelstjóri Hilton Reykjavík Nordica. Hann tekur við starfinu af Ingólfi Haraldssyni sem var á dögunum ráðinn framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, hótelkeðjunnar sem Nordica tilheyrir. Greint er frá ráðningunni á starfsmannavef fyrirtækisins.

Helgi hefur síðastliðin fimm ár starfað sem hótelstjóri fimm stjörnu hótelsins The Retreat í Bláa lóninu þar sem hann bar ábyrgð á rekstri Retreat Hotel, Silica Hotel, Moss Restaurant, Lava Restaurant, Spa og kaffistöðum hótelsins.

Þá starfaði hann um tíma sem veitingastjóri Grillmarkaðarins og þar áður starfaði hann við framreiðslu á ýmsum hótelum og veitingahúsum ásamt því að starfa um tíma fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Helgi er með sveinspróf í framreiðslu ásamt því að hafa lokið háskólabrú Keilis.