HP Farsímalagerinn ehf. sem rekur verslanir Hans Petersen og Farsímalagersins hefur lokað og/eða sameinað fjórar af verslunum sínum undanfarnar vikur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að í kjölfar mikils samdráttar í sölu, það sem af er árinu, hefur félagið brugðist við með hagræðingu í rekstrinum. Samfara lokunum verslana hefur starfsfólki fækkað en áfram verður leitað leiða til að ná jafnvægi í rekstrinum.

Hans Petersen Smáralind

Þá hefur verslun Hans Petersen, sem var inn í Hagkaupum Smáralind, hefur verið lokað og móttaka fyrir framköllun flutt í verslun Farsímalagersins sem er við hliðina á Bæjarins Bestu og bakarí Jóa Fel.

Samfara þessari breytingu hefur Farsímalagerinn í Smáralind hafið sölu á sérvöldu vöruúrvali frá Hans Petersen eins og Lomography myndavélum o.fl.

Farsímalagerinn Laugavegi 178.

Verslun Farsímalagersins hefur verið flutt inní verslun Hans Petersen í sama húsnæði.

Farsímalagerinn Garðabæ.

Verslun Farsímalagersins í Miðhrauni 14 hefur verið lokað. Aðrar verslanir Farsímalagersins eru í Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 178, Bankastræti og á netinu.

Hans Petersen Firðinum Hafnarfirði.

Verslun Hans Petersen Firðinum hefur verið lokað Móttaka fyrir framköllun þ.m.t. ósóttar vinnslur hefur verið flutt í Farsímalagerinn Smáralind. Aðrar verslanir Hans Petersen eru í Kringlunni, Laugavegi 178 og Bankastræti.

HP Farsímalagerinn rekur áfram verslanir í Bankastræti, Kringlunni, Laugavegi 178, og í Smáralind auk verslana á netinu; www.hanspetersen.is , www.farsimalagerinn.is , www.myndavelalagerinn.is , www.kort.is , og Ljósmyndaskóla Hans Petersen www.ljosmyndaskoli.is .