Kröfur í bú einkahlutafélagsins Hreiðar Már Sigurðsson  nema 7,7 milljörðum. Kröfurhafar fá aðeins 15 milljónir upp í kröfur sínar, eða 0,196%.

Mbl.is greinir frá þessu , en þetta kemur fram í frumvarpi skiptastjóra sem kynnt verður eftir tvær vikur.

Eigandi félagsins var Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Félagið var stofnað utan um hlutabréfakaup hans í bankanum.

Langstærsti kröfuhafi félagins er Arion banki vegna hlutabréfakaupanna.

Félagið var lýst gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur í  apríl 2011.