Bandarískar hlutabréfavísitölur hækkuðu hressilega í dag eftir að margir stærstu seðlabankar heims lýstu því yfir að þeir myndu vinna saman að því að auka lausafé í hagkerfi heimsins. Bandaríski seðlabankinn ásamt þeim evrópska, svissneska, kanadíska, japanska og breska, ætlar að lækka kostnað banka við að taka lán í dollurum í gegnum lánaskiptalínur um hálft prósentustig. Gerir þetta skammtímadollaralán ódýrari fyrir banka.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 3,6 prósent, Nasdaq vísitalan um 3,3% og S&P 500 vísitalan um 3,5%.