*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 6. maí 2018 15:04

Hreysti pumpar upp hagnaðinn

Hreysti hagnaðist um 12,1 milljón krónur á síðasta ári samanborið við tæplega 558 þúsund krónur árið á undan.

Ritstjórn
Eggert Stefán K. Jónsson, meirihlutaeigandi Hreystis.

Hreysti ehf., sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á ýmsum vörum tengdum íþróttum, svo sem tækjum, búnaði og fæðubótarefnum, hagnaðist um 12,1 milljón króna á síðasta ári samanborið við tæplega 558 þúsund krónur árið 2016. Skýrist hagnaðaraukinn einkum af stóraukinni sölu.

Hreysti seldi vörur fyrir 170,4 milljónir í fyrra samanborið við 97,7 milljónir 2016. Rekstrarkostnaður nam 158,9 milljónum en var 96,7 milljónir á fyrra ári.

Eignir félagsins námu rúmlega 54 milljónum í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfall 11,5%.

Hreysti er fjölskyldufyrirtæki og skiptist hlutafé þess á tvo hluthafa, þá Eggert Stefán K. Jónsson (66,7%) og Sigvalda K. Jónsson (33,3%).