„Mér skilst að það séu birgðir af grásleppuhrognum í landinu sem slagi hátt í tvö þúsund tunnur og verðið sem er í boði er langt frá því að vera ásættanlegt. Ég hefði getað losnað við hrognin fyrir skömmu en verðið sem var boði var alltof lágt. Ég trúi ekki öðru en að staðan batni enda bjartsýnismaður í eðli mínu,“ segir Kári Borgar Ásgrímsson, skipstjóri á Glettingi NS, í samtali við Fiskifréttir. Kári á enn öll sín hrogn frá síðustu vertíð vegna þess að verð hefur verið svo lágt.

Að sögn Kára voru honum boðnar rúmar 70.000 krónur fyrir tunnuna sem er, þrátt fyrir að vera lágt verð, hækkun frá því um áramótin þegar gangverðið var 60.000 krónur.