„Staðan er algjörlega óbreytt frá því fyrir helgi og alveg sama höktið þrátt fyrir þessar yfirlýsingar frá breskum stjórnvöldum um daginn,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við Viðskiptablaðið í gær.

Hann segir yfirlýsingu breska fjármálaráðuneytisins, sem ætlað var að liðka fyrir eðlilegu fjármagnsstreymi milli landanna með því að útskýra í hverju takmarkanir Breta gagnvart Landsbankanum fælust, ekki hafa borið þann ávöxt sem vonast var til.

„Færslur í gegnum Bretland ganga einfaldlega ekki,“ segir Andrés og bætir við að það sé eins og að í tölvukerfum breskra banka séu fyrirmæli um að ekki skuli stunda viðskipti við Ísland.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .