Stjórn HS Veitna hefur samþykkt ársreikning félagsins vegna fyrsta heila fjárhagsárs þess. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 95 milljóna króna arður til hluthafa á árinu 2010. Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu námu rekstrartekjur félagsins 3.975 millj. kr. og nam tap ársins 255 milljónum króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 16.795 milljónum kr. í árslok 2009 (2008: 16.936 millj. kr.). Eigið fé nam 8.543 millj. kr. eða 50,9% af heildarfjármagni (2008: 8.798 millj. kr. og 51,9%).

Hluthafar félagsins voru sjö í árslok og fækkaði um einn á árinu. Í árslok áttu þrír hluthafar yfir 10% hlut í félaginu, en þeir eru: Reykjanesbær sem á 66,7%, Orkuveita Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbær.