HSBC hefur tilkynnt að fimm útibúum verður lokað í Bretlandi á næstunni. Talsmenn bankans segja við BBC að viðskiptavinir bankans nýti sér þjónustu bankanna sífellt minna og því borgi sig ekki að halda þeim opnum.

Bankinn hefur lokað 200 útibúum í Bretlandi á undanförnum þremur árum en einungis fjórum núna í ár. Ekki er útilokað að fleiri útibúum verði lokað á næstu mánuðum, auk þeirra fimm sem nú stendur til að loka.