Í dag rennur út frestur til að bjóða í herratískuverslunina Moss Bros og greinir Financial Times (FT) frá því að Baugur muni að öllum líkindum ekki staðfesta yfirtökutilboð sitt í keðjuna en áður hafði Baugur boðið um 40 milljón pund í keðjuna eða 42 pens á hvern hlut.

Í frétt FT kemur fram að Baugur, sem ræður yfir um 29% hlut í félaginu, muni líkast til selja sinn hlut í félaginu.

„Við munum áfram skoða félagið en vinna samkvæmt okkar eigin tímatöflur,“ hefur FT upp úr tilkynningu frá Baugi.

Financial Times segir að hætti Baugur við yfirtökutilboð sitt sé það óvenjulegt skref í þeirri stefnu sem Baugur hefur verið að móta sér.

Hér má sjá frétt Financial Times um málið.