Nýlega undirrituðu eigendur Mekkanis hugbúnaðarstofu og HugarAx samning um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mekkanis. Í framhaldi af þessu verða félögin tvö sameinuð, segir í tilkynningu.

,,Við höfum átt gott samstarf við starfsmenn og eigendur Mekkanis á undanförnum misserum, en fyrirtækið tók að sér stórt þróunarverkefni fyrir HugAx sem fólst í að endurskrifa Ópusallt viðskiptalausnina fyrir .NET umhverfi Microsoft??, segir Páll Freysteinsson framkvæmdastjóri HugarAx.

,,Kjarni starfsmanna Mekkanis hefur mikla reynslu og þekkingu af þróunarvinnu í viðskiptalausnum og þegar menn settust niður og veltu fyrir sér framtíðinni var fljótt ljóst að við höfðum þar sameiginlega sýn og því var auðvelt fyrir okkur að ná saman??, sagði Páll.

Mekkanis hugbúnaðarstofa var stofnuð árið 2003. Flestir starfsmenn Mekkanis eru fyrrum starfsmenn Íslenskrar forritaþróunar sem sameinaðist Hug hf. árið 1996. Kjarni starfsmanna Mekkanis hefur unnið saman í yfir tíu ár í þróun og viðhaldi á hugbúnaðarkerfum fyrir alþjóðamarkað, segir í tilkynningunni.

HugurAx var í eigu Dagsbrúnar og er nú í eigu félags sem eitt gekk undirvinnuheitinu K2.