Þrátt fyrir að tilkynnt hefði verið að Indriði myndi starfa í ráðuneytinu að sérverkefnum er hann ekki á lista yfir starfsmenn á vef fjármálaráðuneytisins. Þá var nafn hans ekki að finna í yfirliti yfir þá sem þáðu verktakagreiðslur frá ráðuneytinu sem sent var Alþingi um mitt síðasta ár.

Samkvæmt skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var Indriði titlaður skattaráðgjafi. Samkvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar voru launatekjur Indriða rúm milljón á mánuði árið 2010. Þó má gera ráð fyrir að hluti þeirrar fjárhæðar séu eftirlaun.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, og lesa má um á netinu hér . Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.