Sálfræðitryllirinn Hún er horfin eftir Gillian Flynn var mest selda bókin hér á landi dagana 19. maí til 1. júní sl. sam­kvæmt metsölulista Rannsóknarset­urs verslunarinnar (RV).

Bókin, sem kom út í Bandaríkjunum 2012, hefur farið sigurför um heiminn. Hún kom út í íslenskri þýðingu um miðjan maí. Bókin Lág kolvetna lífsstíllinn eftir Gunnar Má Sigfússon var í öðru sæti listans en hún var áður í efsta sæti. Lágkolvetna lífsstíllinn er þó enn sem komið er mest selda bókin það sem af er þessu ári samkvæmt lista RV.

Spennuskáldsagan Rutt úr vegi eft­ir Lee Child var í þriðja sæti listans á fyrrnefndu tímabili og ljósmynda­bókin Iceland Small World eftir Sig­urgeir Sigurjónsson í fjórða sæti. Sú bók er jafnframt næstmest selda bók ársins.

Þá fóru matreiðslubækurnar Partíréttir eftir Rósu Guðbjartsdóttur og Grillað með Jóa Fel strax í fimmta og sjötta sæti en þær komu báðar út um miðjan maí.