Hundruð milljóna króna fara í skiptakostnað vegnagjaldþrotameðferðar íslenskra fyrirtækja á hverju ári. Ef farið er fram á að fyrirtæki séu tekin til gjaldþrotaskipta þarf í dag að greiða um 250 þúsund krónur í tryggingu fyrir skiptameðferð búsins. Sá sem fer fram á gjaldþrotaskipti á í raun samkvæmt lögum að ábyrgjast greiðslu kostnaðar vegna gjaldþrotakröfunnar.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2012 voru 910 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Tryggingar fyrir skiptum á fyrirtækjum sem voru tekin til gjaldþrotaskipta á 10 fyrstu mánuðum ársins 2012 hefur numið á þriðja hundrað milljóna króna. Það er þó einungis lágmarksupphæð og gæti skiptakostnaður við þrotabúin numið talsvert hærri fjárhæð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.