Varmadæla verður sett upp í Vestmannaeyjum sem á að lækka orkuverð til íbúa bæjarins um 10%.

Sjór notaður sem varmagjafi

Kemur þetta fram í viljayfirlýsingu Ragnheiðar Elín Árnadóttur og Júlíusar Jónssonar forstjóra HS veitna sem skrifað var undir í dag. Verður varmadæla tengd við veitukerfi fjarvarmaveitna HS Veitna í Vestmannaeyjum og verður sjór notaður sem varmagjafi.

Samkvæmt úttekt á verkefninu er talinn vera margvíslegur ávinningur, meðal annars áætlað að 10% lækkun verði á orkuverði á næstu fimm árum.

Stofnstyrkur frá ríki nemur 300 milljónum

Er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins með 300 milljón króna stofnstyrk með fyrirvara um samþykki Alþingis í fjárlögum næstu tveggja ára. Jafngildir upphæðin áætluðum mismun á niðurgreiðslum fyrir kyntar veitur og beinnar rafhitunar.

Er talið að varmadælur geti dregið verulega úr raforkuþörf kyntra veitna og er árlegur raforkusparnaður verði um 45 GWh, sem þýði að um 7 MW losni í raforkukerfinu við tilkomu dælunnar.

Jafnframt verður með uppsetningunni farið af skerðanlegri orku yfir á forgangsorku, sem feli í sér aukið orkuöryggi.