*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. nóvember 2013 17:49

Húsin verða áfram leigð til sömu aðila

Sömu fyrirtæki verða með rekstur sinn í húsum við Bernhöftstorfuna þrátt fyrir að húsin skipti um eigendur.

Ritstjórn

Húsin við Bernhöftstorfuna verða áfram leigð út til sömu leigjenda og nú eru, þótt húsin muni skipta um eigendur. Eins og fram kom á VB.is í dag tók Minjavernd tilboði FÍ fasteignafélags slhf í fasteignirnar. 

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir ekki tímabært að svo stöddu að gefa upp kaupverðið, enda sé kaupum ekki lokið. Nú taki verið gerð áreiðanleikakönnunar. „Auðvitað eigum við eftir að gera áreiðanleikakönnun á öllum hlutum,“ segir Örn. 

Á meðal fasteigna sem eru í eigu FL fasteignafélags slhf er húsnæðið sem breska og þýska sendiráðið er í að Laufásvegi 31 og húsnæði Heilsuverndar í Álfheimum 74. 

Stikkorð: Bernhöftstorfan