Rannsóknarlögregla Panama gerði húsleit á skrifstofu lögfræðistofunnar Mossack Fonseca sem hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið eftir að milljónir skjala láku í lekanum sem kenndur er við Panama-skjölin.

Rannsókn og húsleit yfirvalda beindist að því að rannsaka hvort vísbendingar um skipulagða glæpastarfsemi væri að finna innan skrifstofa fyrirtækisins, sem hefur meðal annars sérhæft sig í stofnun aflandsfélaga fyrir erlenda fjármagnseigendur.

Fyrirtækið hefur tekið fyrir að nokkur ólögleg starfsemi hafi átt sér stað innan veggja fyrirtækisins - en að sín eina starfsemi hafi legið í því að stofna aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína, án þess að hafa haft nokkuð með það að gera hvernig þau fyrirtæki væru notuð.