Samkeppnisyfirvöld í Danmörku gerðu húsleit hjá flugfélaginu Sterling í morgun. Vísir.is segir frá þessu í morgun. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir í samtali við Vísi að leitin sé gerð vegna samstarfssamningi Sterling við flugfélagið Norwegian um flug milli Osló og Kaupmannahafnar. Samningurinn tekur gildi 15. september.

Sterling er að fullu í eigu Northern Travel Holding, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.

Sterling og Norwegian hafa átt samstarf síðan 2004. Almar Örn segir að ný samningur hafi verið gerður í sumar og hann sendur til norskra, sænskra og danskra samkeppnisyfirvalda. Dönsk yfirvöld hafi ekki skilið samninginn til hlítar og þess vegna afráðið að gera húsleit hjá Sterling.

Almar Örn segist halda um að rannsóknin snúi að samráðsásökunum, en eftir þvi sem hann best veit hefur ekki verið gerð húsleit hjá Norwegian sem er mótaðili samningsins.