30 manna teymi á vegum sérstaks saksóknara gerði húsleitir á þremur stöðum í Lúxemborg í dag. Ráðist var í húsleitirnar vegna gruns um meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leitað var á skrifstofum Landsbankans í Lúxemborg og á skrifstofum tveggja fyrirtækja í Lúxemborg sem tengjast bankanum. Leitin var framkvæmd af 24 sérfræðingum frá lögreglunni í Lúxemborg ásamt sex starfsmönnum sérstaks saksóknara.

Rannsóknin beinist meðal annars að félögum í eigu Stefáns Ingimars Bjarnasonar, Ólafs Steins Guðmundssonar, Kristjáns Guðmundssonar, Sigurðar Bollasonar og Georg Tzvetanski.