Samkvæmt tölum frá National Association of Realtors er húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjunum að taka við sér en hins vegar voru gerðar breytingar á eldri tölum sem gefa til kynna að húsnæðismarkaðurinn hafi í raun verið í verra ástandi en talið var. Þetta kemur fram í morgunpósti IFS greiningar.

Sala heimila utan nýbygginga jókst um 4% og samsvarar það árstíðarleiðréttri árlegri sölu upp á 4,42 milljónir eigna en sambærileg tala í október var 4,25 milljónir. Hagfræðingar vestra telja að í eðlilegu árferði sé þessi tala um það bil 6 milljónir.