Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst mun á morgun kynna hver verður „jólagjöfin í árs.“ Sérskipuð nefnd velur gjöfina. Á sama tíma verður greint frá því hvað landsmenn munu verja miklu að meðaltali í kaup á jólagjöfum og hverjar horfurnar eru í jólaverslun í ár.

Jólagjöf ársins í fyrra var íslensk tónlist og var gert ráð fyrir að hver landsmaður myndi kaupa gjafir fyrir 43 þúsund krónur.

Hér má sjá lista yfir jólagjafir ársins:

  • 2012: Íslensk tónlist
  • 2011: Spjaldtölva
  • 2010: Íslensk lopapeysa
  • 2009: Jákvæð upplifun
  • 2008: Íslensk hönnun
  • 2007: GSM staðsetningatæki
  • 2006: Ávaxta- og grænmetispressa