Tilkynnt verður líklega í dag hver muni taka við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Greint var frá því í síðustu viku að samið hafi verið við Kristrúnu Heimisdóttur um starfslok hennar sem framkvæmdastjóri samtakanna og hún látið af störfum. Kristrún var ráðin í starfið í nóvember í fyrra eftir að staðan var auglýst laus til umsóknar. Orri Hauksson vermdi stól framkvæmdastjóra áður en varð forstjóri Skipta, nú Símans, í fyrrahaust.

Á sínum tíma bárust um 45 umsóknir um stöðuna og varð Kristrún fyrir valinu. Ekki verður auglýst á nýjan leik heldur mun stjórn Samtaka iðnaðarins velja eftirmann hennar.