Snaps má lýsa sem klassískum bistró með sterka tengingu í franska matargerð. Þar verður hægt að byrja helgina með klassískum rækjukokteil og Kir Royale ellegar Buff Tartar, köldum bjór og ísköldum snaps. Veitingastaðurinn SNAPS býður upp á fyrsta flokks hráefni, vandað úrval af gæðavínum og leggur mikið upp úr góðri stemningu. Félagið heitir Snaps ehf. og eigendur eru Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted. Þeim félögum hefur lengi langað til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Stefán er kokkur og hefur meðal annars unnið á hotel D’angleterre. Sigurgísli er með fjölskyldu sinni í veitingahúsabransanum í rekstri veitingahússins Nings.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.